Haustnámskeið Heilsuklasans – Heilsuklasinn

Haustnámskeið Heilsuklasans

Er ekki kominn tími á að leyfa fagfólki að bæta heilsuna? Fyrstu skrefin í líkamsrækt eftir langa pásu geta verið vandasöm og krefjandi. Hæfilegt álag, rétt líkamsbeiting, vönduð nálgun þjálfunar og góður stígandi í þjálfun skiptir öllu máli þegar fara á af stað í ræktinni. Í haust verður Heilsuklasinn með í boði 11 grunn námskeið í með 5 mismunandi áherslur. Finndu það sem hentar þér og leyfðu fagfólki að koma þér í form.

Eftirfarandi hópar fara af stað 21. og 22. ágúst:

Grunn námskeið Heilsuklasans
Þrjár æfingar í viku, kennsla á réttri líkamsbeitingu og góður stígandi á þessu 6 vikna námskeiði. Fimm hópar á ólíkum tímasetningum sem allir fara af stað mánudaginn 21. ágúst, nánar hér.

60+ grunn námskeið
Tvær æfingar í viku, farið yfir undirstöðuatriði fyrir áframhaldandi þjálfun í 60+ hópum á þessu 6 vikna námskeiði. Tveir hópar, annar fer af stað mánudaginn 21. ágúst og hinn þriðjudaginn 22. ágúst, nánar hér.

Líkami og hugur
Þrjár æfingar í viku og jóga nidra einu sinni í viku, 8 vikna námskeið. Námskeið skipulagt út frá hreyfiseðli fyrir þá sem glíma við kvíða og/eða þunglyndi. Námskeið fer af stað mánudaginn 21. ágúst, nánar hér.

Jafnvægi og hugarró
Þrjár æfingar í viku og jóga nidra einu sinni í viku, 8 vikna námskeið. Námskeið sett upp fyrir þá sem glíma við langvarandi áhrif streitu. Námskeið fer af stað mánudaginn 21. ágúst, nánar hér.

Tökum fyrsta skrefið (18-35 ára)
Þrjár æfingar í viku auk þriggja fræðslufyrirlestra, 8 vikna námskeið. Námskeið fyrir þá sem vilja styrkja líkamlega, andlega og ekki síst félagslega heilsu. Námskeið fer af stað þriðjudaginn 22. ágúst, nánar hér.

Skráning fer fram í móttöku Heilsuklasans, í síma 599-1600 eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.