Heima með þér – Heilsuklasinn

Heima með þér

Þó svo líkamsræktarstöðvar landsins séu lokaðar vegna covid þýðir það ekki að við eigum að hætta að rækta heilsuna. Allar tegundir hreyfingar eru af hinu góða, hvort sem það eru göngutúrar, útiskokk, hjólreiðar, útivist eða einhver önnur hreyfing.

 

Við í Heilsuklasanum bjóðum upp á heimaþjálfunina “Heima með þér”, þar sem alla virka daga er u.þ.b. 30 mínútna löngum myndböndum af æfingum deilt. Engan búnað þarf til að framkvæma æfingarnar og þær eru mis erfiðar til að höfða til sem flestra.

 

Hvert tímabil varir eins lengi og reglugerð um samkomutakmarkanir segja til um. Verðið miðast við fjölda virkra daga sem tímabilið spannar, en verðið fyrir hverja æfingu eru 500 krónur:

  • 29. mars – 16. apríl (3 vikur) 7.500 kr
  • 19. apríl –                                   500 kr á æfingu