Heimaþjálfun Heilsuklasans

Heimaþjálfun Heilsuklasans er tímabundin þjónusta sem hefst miðvikudaginn 21. október og stendur yfir í 4 vikur. Innifalið er aðgangur að lokuðum Facebook hóp, þar sem daglega kemur inn heilsutengt efni. Þar verða live heimaæfingar 3x í viku, fræsðluskot 2x í viku, heimaæfingar æfingaáætlun 1x í viku og félagslegt heimaverkefni 1x í viku.

Live heimaæfingarnar fara fram í hádeginu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. ATH Engan búnað þarf til að geta framkvæmt æfingarnar! Vikuplanið er eftirfarandi:

  • Mánudagar – Live heimaæfing kl 12:00-12:45
  • Þriðjudagar – Fræðsluskot tengt heilsu og heilbrigðum lífstíl
  • Miðvikudagar – Live heimaæfing kl 12:00-12:45
  • Fimmtudagar – Fræðsluskot tengt heilsu og heilbrigðum lífstíl
  • Föstudagar – Live heimaæfing kl 12:00-12:45
  • Laugardagar – Heimaæfingar æfingaáætlun á pdf formi
  • Sunnudagar – Heimaverkefni sem felur í sér ræktun á félagslegri heilsu

Verð fyrir þessar 4 vikur eru 24.900 kr.