Karlapúl – Heilsuklasinn

Karlapúl

Regluleg hreyfing bætir heilsu og líðan. Karlapúl Heilsuklasans er fyrir alla karla hvort sem þeir eru ungir eða gamlir, stórir eða smáir, hraustir eða byrjendur. Allir eru velkomnir.

Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar, þar sem boðið er upp á púl og fjör. Erfiðleikastig er miðað út frá getu hvers og eins, því hentar Karlapúlið jafnt hraustum strákum sem og þeim sem þurfa að fara varlegar í sakirnar. Þjálfari námskeiðsins er Sigríður Einarsdóttir, sem býr yfir meira en 30 ára reynslu af þjálfun.

Karlapúlið fer fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 12:10-12:50. Innifalið í Karlapúli eru þrír tímar í viku og fullur aðgangur að vel útbúnum tækjasal Heilsuklasans.

Verðtafla:

Mánaðarverð í áskrift með 12 mánaða skuldbindingu 16.900 kr
Mánaðarverð í áskrift með 2 mánaða uppsagnarfresti 17.900 kr
Mánaðarverð í áskrift án uppsagnarfrests 18.900 kr
Stakur mánuður 19.900 kr

Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.