Námskeið þetta er eingöngu fyrir þá sem eru á vegum Virk starfsendurhæfingu. Aðrir sem hafa áhuga á heimaþjálfun er bent á að skoða Heilsuklasinn – Heima með þér.
Netþjálfun Heilsuklasans er tímabundin þjónusta sem stendur yfir í 4 vikur. Innifalið er aðgangur að lokuðum Facebook hóp, þar sem daglega kemur inn heilsutengt efni:
- Myndband af 40-45 min heimaæfingum 3x í viku
- Fræsðluskot um hreyfingu og ávinning hennar 2x í viku
- Hvetjandi póstur 2x í viku
ATH Engan búnað þarf til að geta framkvæmt æfingarnar! Netþjálfun Heilsuklasans býður upp á töluvert frelsi, þar sem iðkendur geta tekið æfingar þegar hverjum og einum hentar. Æfingum er deilt mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgna kl 6:00, þar sem erfiðleikastig býður upp á töluvert púl. Engu að síður er erfiðleikastig æfinga valkvætt, þar sem alltaf eru einnig sýndar einfaldari og auðveldari útfærslur æfinga. Fræðsla námskeiðsins snýr að hreyfingu og ávinnings hennar á heilsu og líðan.
Vikuplanið er eftirfarandi:
- Mánudagar – Myndband af heimaæfingu
- Þriðjudagar – Hvetjandi póstur
- Miðvikudagar – Myndband af heimaæfingu
- Fimmtudagar – Fræðsluskot um hreyfingu
- Föstudagar – Myndband af heimaæfingu
- Laugardagar – Hvetjandi póstur
- Sunnudagar – Fræðsla um hreyfingu
Um tímabundið námskeið er að ræða á meðan líkamsræktarstöðvar eru lokaðar. Næstu námskeið:
- Mögulega 25. janúar
Verð fyrir þessar 4 vikur eru 24.900 kr.