Að varpa akkeri – Heilsuklasinn

Að varpa akkeri

Um hópmeðferðina

Á námskeiðinu Að varpa akkeri er iðkendum kennt að nota aðferðafræði ACT til að takast á við erfiðar tilfinningar og hugsanir og að lifa í sátt. Námskeiðið gagnast öllum sem hafa áhuga á að læra nýjar leiðir til að takast á við sjálfa sig og áskoranir í lífinu. Ávinningur iðkenda:

 • Aukin seigla
 • Læra leiðir til að þróa og styrkja úthald
 • Sættast við sig sem manneskju
 • Vera meira til staðar í núinu
 • Læra leiðir til að nálgast gildin sín

Meðal þess sem fjallað er um á námskeiðinu:

 • Hvernig best er að láta hluti gerast.
 • Öðlast frelsi með því að horfa á annan hátt á sig sem einstakling.
 • Búa til einbeitingu, sveigjanleika og lífsfyllingu með því að tengjast núinu.
 • Aftengjast hugsunum.
 • Verða sveigjanlegri með persónuleg gildi.
 • Valdefla þig með auknu þoli og hugrekki til að tækla lífið.

Fyrirkomulag og kostnaður

Námskeiðið samanstendur af 5 tveggja klukkustunda kennslustundum undir handleiðslu sálfræðings. Tímar eru á þriðjudögum kl 16:00-18:00 og fara fram í húsakynnum Heilsuklasans að Bíldshöfða 9. Kostnaður á mann fyrir setu á öllu námskeiðinu eru 35.000 kr. Greiða þarf 10.000 kr staðfestingargjald við skráningu og rest viku áður en námskeið hefst (staðfestingargjald er endurgreitt ef lágmarks þátttaka næst ekki).

Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 27. ágúst 2024 kl 16. Tímar þess námskeiðs fara fram eftirfarandi daga:

 • Þri 27. ágúst kl 16:00-18:00
 • Þri 3. september kl 16:00-18:00
 • Þri 10. september kl 16:00-18:00
 • Þri 24. september kl 16:00-18:00
 • Þri 1. október kl 16:00-18:00

Skráning og frekari upplýsingar

Umsjón með námskeiðinu er í höndum Hjördísar Ingu Guðmundsdóttur sálfræðings.  Skráning og nánari upplýsingar veitir Hjördís í gegnum netfangið hjordisinga@klasinn.is.