Líkami og hugur – Heilsuklasinn

Líkami og hugur


Líkami og hugur er námskeið fyrir þá sem glíma við einkenni kvíða, þunglyndis og/eða streitu. Námskeiðið er tvíþætt, þar sem annars vegar er um hreyfingu að ræða og hins vegar núvitund. Íþróttafræðingar sjá um alla hreyfingu námskeiðsins, en núvitundin er kennd undir handleiðslu sálfræðinga. Einnig er innifalið fullur aðgangur að tækjasal Heilsuklasans meðan á námskeiðinu stendur og þeirri þjónustu sem honum fylgir. Þar
eru meðal annars opnir tímar, aðstoð í tækjasal á fyrirfram auglýstum tímum, heitur pottur og sauna.

Innifalið í námskeiðinu:
Hreyfingin er í átta vikur, þrisvar sinnum í viku og í 50 mínútur í senn. Unnið er út frá hreyfiseðli, sem er viðurkennt meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á. Þar á meðal er ýmis andleg vanlíðan. Iðkendum er mætt á eigin forsendum og lagt er upp úr því að
andrúmsloft sé þægilegt þar sem allir eru velkomnir og öllum getur liðið vel.

Núvitundin er kennd í fjögur skipti, tvo tíma í senn, á miðvikudögum frá kl. 14-16. Forviðtal við sálfræðing á sér stað á fyrstu viku námskeiðsins þar sem er farið yfir sögu viðkomandi einstaklings og hugtakið núvitund er kynnt. Þátttakendum eru sendar hugleiðsluæfingar sem eru hluti af heimavinnu námskeiðsins.

ATH! Námskeiðið er ekki hentugt fyrir einstaklinga sem glíma við alvarleg einkenni áfallastreituröskunar nema að þátttaka sé í samráði við meðhöndlandi sálfræðing.

Nánar um núvitund:
Núvitund er sú vitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki, að því sem er, eins og það er, án þess að dæma. Með aukinni vitund um það sem er að gerast á líðandi stundu erum við betur í stakk búin til að takast á við þær aðstæður sem við stöndum frammi fyrir í okkar daglega lífi. Um leið verða meiri líkur á því að við tökum meðvitaðri og yfirvegaðri ákvarðanir um hvernig við meðhöndlum okkur sjálf og líf okkar. Þetta getur gert það að verkum að það dregur úr þeirri vanlíðan sem glímum við hverju sinni.


Leiðbeinendur: Elva Brá Aðalsteinsdóttir og Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingar.

Verð: 36.500 kr.

Ekkert námskeið er væntanlegt á næstunni.

Skráning og frekari upplýsingar veita Elva Brá Aðalsteinsdóttir og Sigrún Ása Þórðardóttir.