Líkamsrækt – Heilsuklasinn

Líkamsrækt

Allir eru velkomnir í líkamsrækt Heilsuklasans. Fjölbreytt þjónusta er í boði og hjá okkur geta flestir fundið sína leið að bættri heilsu. Hver og einn iðkandi æfir á eigin forsendum og fagfólk Heilsuklasans sækist eftir því að finna lausnir sem henta best hverju sinni.

Þjónustu líkamsræktar Heilsuklasans má skipta í þrennt. Hægt er að æfa á eigin vegum í tækjasalnum, í boði er ýmis einstaklingsþjónusta og einnig eru fjölbreytt námskeið fyrir þá sem vilja æfa í hóp.

Mikilvægt er að allir finni heilsurækt sem hentar sér. Við hvetjum þá sem vilja bæta eigin heilsu en vita ekki hvar á að byrja til að vera í sambandi við okkur. Hægt er að óska eftir ókeypis símaráðgjöf með því að senda tölvupóst á mottaka@klasinn.is og þá verður haft samband við næsta tækifæri.