Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði
Heyrðu Mynd Á Heimasíðu

Heyrðu

Hjá Heyrðu er lögð áhersla á að veita góða, faglega og persónulega þjónustu þegar kemur að heyrnargreiningu, meðferð á heyrnarkvillum og ráðgjöf. Boðið er upp á meðferðir til að draga úr einkennum eyrnasuðs (tinnitus), hljóðóþols (hyperacusis) og hljóðóbeitar (misifonia). Þverfaglegt teymi sérfræðinga kemur að meðferðunum og erum við í samstarfi við aðrar fagstéttir Heilsuklasans sem og Heilsugæsluna Höfða.

Heyrðu býður upp á fjölbreytt úrval af heyrnartækjum, sérsmíðuðum heyrnarvörnum og öðrum heyrnartengdum búnaði frá svissneska framleiðandum Phonak. 

Hægt er að fá heyrnartæki lánuð til prufu í þrjár vikur, endurgjaldslaust.

Heyrðu hefur þróað heyrnarþjónustu sem er sérsniðin að þörfum tónlistarfólks, tónlistarkennara og tónlistarnemenda. Við hjá Heyrðu leggjum einnig áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval fyrirlestra tengdum heyrn. Markmið okkar er að fræðslan sé hagnýt og löguð að þörfum hlustenda.

Til að panta tíma í heyrnarmælingu eða senda fyrirspurn er best að senda tölvupóst á mottaka@heyrdu.is

Nánari upplýsingar um þá þjónustu sem Heyrðu veitir, mismunandi gerðir heyrnartækja og fróðleik um eyrnasuð, hljóðóþol og hljóðbeit er að finna hér.