Námskeið

Líkamsrækt á að vera skemmtileg. Þjálfarar námskeiða Heilsuklasans leggja sig alla fram við að hafa hóptíma hressa og á jákvæðu nótunum til að iðkendum hlakki til að koma í næsta tíma. Fjöldi námskeiða eru í boði í líkamsrækt Heilsuklasans og öll eru þau með ólíkar áherslur. Sum eru kröftug, krefjandi og með miklu stuði – á meðan önnur eru rólegri og sérhæfðari fyrir ákveðna hópa. Öll námskeið Heilsuklasans eiga það þó sameiginlegt að stuðla að bættri heilsu iðkenda á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.

Þau námskeið sem í boði eru:

  • Klúbburinn er vinsælasta námskeiðið okkar. Gert er ráð fyrir því að iðkendur hafi góðan grunn í hreyfingu og geti stýrt eigin álagi. Kröftugir tímar þrisvar sinnum í viku sem bjóða upp á læti.
  • Í 60+ eru fjölbreyttar æfingar sem bæta styrk, þol, jafnvægi og liðleika. Regluleg hreyfing á eldri árum viðheldur heilsunni og eykur lífsgæðin.
  • Þjálfun í vatni er álíka krefjandi og önnur hefðbundin hreyfing, en minnkar álag á stoðkerfi umtalsvert. Þeir sem finna fyrir verkjum í liðum eða stoðkerfi geta vel stundað þjálfun í vatni.
  • Jóga hentar sérstaklega fyrir þá sem vilja efla bæði líkamlega og andlega líðan. Erfiðleikastig æfinga er aðlagað að hverjum og einum, því eru jógatímar Heilsuklasans bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
  • Jóga Nidra er blanda af einföldum líkams-, öndurnar og núvitundaræfingum. Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem vilja öðlast kyrrari huga til að draga úr streitu og kvíða.
  • Í Zumba dönsum við okkur í form. Hress tónlist og jákvæð stemning hjálpar þér að finna leið að betri heilsu.
  • Líkami og hugur er 8 vikna námskeið sem hannað er út frá hreyfiseðli, sérstaklega fyrir þá sem glíma við einkenni kvíða, þunglyndis og streitu.