Einstaklingsþjónusta – Heilsuklasinn

Einstaklingsþjónusta

Ýmsar þjónustuleiðir eru í boði í Heilsuklasanum fyrir þá sem vilja æfa með aðstoð fagaðila. Öllum æfingaáætlunum og einkaþjálfun fylgir fullur aðgangur að tækjasal Heilsuklasans.

Fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í átt að heilbrigðu líferni þá mælum við með Heilsumati Heilsuklasans. Þar er heilsan skoðuð með ýmsum mælingum og fagaðili aðstoðar þig við að ákveða hver næstu skref henta þér best. Líkamsmæling er áreiðanleg leið til að fá upplýsingar um samsetningu líkamans og til að fylgjast með hvað virkilega er að gerast í líkamanum yfir lengra tímabil.

Viljir þú fara beint í markvissa þjálfun þá er mikilvægt að átta sig fyrst á því hversu mikla aðstoð þú þarft. Hægt er að panta tíma hjá íþróttafræðingi til að setja upp æfingaáætlun fyrir þig, þar sem hægt er að velja hvort og þá hversu mikla eftirfylgni þú þarft á að halda. Einnig er í boði einkaþjálfun fyrir þá sem þurfa meiri festu og aukið aðhald.

Í einkaþjálfun fylgir þjálfarinn þér alla æfinguna, þar sem hægt er að panta 30 min eða 60 min tíma, 2-3x í viku. Henti betur að fá einstaklingsmiðaða æfingaáætlun til þess að fylgja sjálfur, þá er hægt að velja á milli þess að hafa enga eftirfylgni (Brons æfingaáætlun), eftirfylgni í mánuð (Silfur æfingaáætlun) eða eftirfylgni í þrjá mánuði (Gull æfingaáætlun).