Einstaklingsþjónusta – Heilsuklasinn

Einstaklingsþjónusta

Ýmsar þjónustuleiðir eru í boði í Heilsuklasanum fyrir þá sem vilja æfa með aðstoð fagaðila. Öllum æfingaáætlunum og einkaþjálfun fylgir fullur aðgangur að tækjasal Heilsuklasans.

Fyrir hámarks aðhald er einkaþjálfun besta þjónustan, þar sem íþróttafræðingur fylgir iðkanda alla æfinguna. Íþróttafræðingur skipuleggur allar æfingar, stýrir hæfilegu álagi til bætinga á líkamlegri heilsu og fylgir viðkomandi hvert fótamál.

Við mælum með því að allir sem kjósa að æfa sjálfir fylgi eftir ákveðnu plani, frekar en að mæta í ræktina og gera bara eitthvað. Í Brons æfingaáætlun fær iðkandi prógram út frá eigin getu og markmðum, auk sýnikennslu á það prógram. Silfur æfingaáætlun er alveg eins og Brons, nema þar bætast við tveir eftirfylgni tímar næsta mánuðinn. Vinsælasta einstaklingsþjónustan okkar er Gull æfingaáætlun, þar sem viðkomandi fær prógram í upphafi og í kjölfarið eru eftirfylgnitímar aðra hverja viku næstu 3 mánuðina.

Fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í átt að heilbrigðu líferni en vita alls ekki hvar á að byrja, þá mælum við með Heilsumati Heilsuklasans. Þar er heilsan skoðuð með ýmsum mælingum og fagaðili aðstoðar þig við að ákveða hver næstu skref henta þér best. Loks er Líkamsmæling áreiðanleg leið til að fá upplýsingar um samsetningu líkamans og til að fylgjast með hvað virkilega er að gerast í líkamanum yfir lengra tímabil.