Þægilegt andrúmsloft er í tækjasal Heilsuklasans. Engin tónlist eða annar hávaði er í salnum og því geta allir stundað eigin líkamsrækt í rólegheitum. Tækjasalurinn er rúmgóður og bjartur og býður upp á fjölbreyttar æfingar þar sem til staðar eru ýmis tæki, lóð, stangir, pallar, rimlar og dýnur. Einnig er notalegur teygjusalur þar sem hægt er að gera léttari æfingar eða slaka á og teygja eftir æfingu.
Allir sem hafa aðgang að tækjasal Heilsuklasans geta nýtt sér þá þjónustu sem honum fylgir. Á auglýstum tímum er þjálfari í tækjasal sem getur aðstoðað þá sem þurfa og veitt ráðleggingar. Einnig er í boði að þjálfarinn aðstoði við mælingu á líkamsgreiningartæki til þess að fá upplýsingar um vöðvamassa, fitumassa, innri kviðfitu, vökvamagn líkamans, grunnbrennslu o.fl. Þjálfari í tækjasal er á eftirfarandi tímum:
- Mánudögum kl. 11:00-12:00 (Anna Margrét)
- Þriðjudögum kl. 9:00-10:00 (Björk)
- Þriðjudögum kl. 17:30-18:30 (Einar)
Inn af búningsklefum er hægt að fara bæði í heitan pott og sauna. Umhverfið er sérstaklega notalegt og um að gera að slaka þar á eftir góða æfingu.
Binditími
Boðgreiðslur*
12 mánuðir
6 mánuðir
3 mánuðir
Stakur mánuður
10 skipta kort
Stakur tími
Verð á mánuði
7.900 kr
6.900 kr
8.900 kr
9.900 kr
10.900 kr
–
–
Fullt verð
–
82.800 kr
53.400 kr
29.700 kr
10.900 kr
12.900 kr
1.900 kr
*Uppsagnarfrestur er einn mánuður