60+ – Heilsuklasinn

60+

Þegar við eldumst er enn mikilvægara en áður að viðhalda hreyfingu í rútínu hversdagsins. Með reglulegri hreyfingu á efri árum eru lífsgæði aukin og heilsunni viðhaldið.

Á 60+ námskeiðum Heilsuklasans er áhersla lögð á fjölbreytta þjálfun. Unnið er að bættu þoli og auknum styrk í vinalegu andrúmslofti Heilsuklasans. Í 60+ er einnig sérstök áhersla á jafnvægi og liðleika, þar sem þeir líkamlegu þættir eiga til að dvína með hækkandi aldri ef ekki er unnið markvisst að þeim.

Þjálfarar 60+ námskeiða Heilsuklasans sýna fjölbreyttar útfærslur af æfingum til að hver og einn geti valið erfiðleikastig út frá eigin getu. Einnig ganga þeir á milli iðkenda og leiðbeina eftir þörfum.

Hægt er að byrja hvenær sem er og innifalið eru þrír tímar í viku og fullur aðgangur að vel útbúnum tækjasal Heilsuklasans. Tveir fastir tímar eru fyrir hvern hóp, en fyrir þá sem vilja bæta þriðju æfingunni við þá er opinn 60+ tími á föstudögum kl 11:00. Tímasetningar námskeiðsins eru:

    • Mánudaga og miðvikudaga kl 10:00 (Sigríður)
    • Mánudaga og miðvikudaga kl 11:00 (Sigríður)
    • Mánudaga og miðvikudaga kl 12:00 (Elín) – Hópur kominn í sumarfrí og fer aftur af stað í ágúst, nánari dagsetning auglýst síðar
    • Mánudaga og miðvikudaga kl 16:30 (Ingunn)
    • Þriðjudaga og fimmtudaga kl 10:00 (Snær)
    • Opinn 60+ tími alla föstudaga kl 10:00 (Sigríður)
    • Opinn 60+ tími alla föstudaga kl 11:00 (Sigríður)

Verðtafla:

Mánaðarverð í áskrift með 12 mánaða skuldbindingu 13.900 kr
Mánaðarverð í áskrift með 2 mánaða uppsagnarfresti 14.900 kr
Mánaðarverð í áskrift án uppsagnarfrests 15.700 kr
Stakur mánuður 16.900 kr

Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.