Skilmálar
Skilmálar áskrifenda
Samningur þessi veitir áskrifanda aðgang að líkamsrækt Heilsuklasans ehf., kt. 650220-0640, sem er til húsa að Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík. Sé viðkomandi skráður á námskeið inniheldur áskriftin einnig aðgang að tímum þess námskeiðs. Með skráningu áskriftar, hvort sem er á netinu eða með undirritun í móttöku, staðfestir áskrifandi að hann hafi kynnt sér og samþykkt skilmála þessa. Samningur tekur gildi þegar rafræn skráning hefur verið staðfest og gild greiðsluleið liggur fyrir eða við undirritun samnings í móttöku.
Uppsögn samnings tekur gildi í lok þess mánaðar sem hún berst Heilsuklasanum, með þeim uppsagnarfresti sem kann að eiga við í einstökum tilvikum. Allar uppsagnir skulu berast skriflega í tölvupósti á mottaka@klasinn.is og teljast ekki gildar fyrr en slíkur tölvupóstur, með nafni og kennitölu áskrifanda, hefur borist.
Áskrifandi hefur kynnt sér og samþykkir eftirfarandi skilmála varðandi greiðslur:
- Mánaðarlegar greiðslur eru á gjalddaga fyrsta dag hvers mánaðar og eindagi er fimmta dag hvers mánaðar. Greiðslur berast í heimabanka viðkomandi eða á gilt greiðslukort viðskiptavinar. Greiðslur eru fyrirframgreiddar. Áskrifandi ber ábyrgð á að greiðslukort sé gilt og að næg heimild sé fyrir greiðslum á gjalddaga. Verði vanskil á greiðslum áskilur Heilsuklasinn sér rétt til að loka tímabundið fyrir aðgang þar til greiðsla hefur verið innt af hendi.
- Tímabundnir samningar eru óuppsegjanlegir, en ótímabundnum samningum þarf að segja upp. Uppsögn telst ekki gild fyrr en tölvupóstur með nafni og kennitölu berst á netfangið mottaka@klasinn.is. Kortið gildir út þann mánuð sem uppsögn berst, auk uppsagnarfrests í sumum tilvikum. Að uppsagnarfresti loknum verða ekki fleiri greiðslur rukkaðar.
Heilsuklasanum er heimilt að breyta verði þjónustu sinnar, þó ekki oftar en með a.m.k. árs millibili. Verðbreytingar miðast almennt við 1. ágúst ár hvert.
Skyldur Heilsuklasans:
Heilsuklasinn skuldbindur sig til þess að hafa líkamsræktarstöð sem samningur þessi veitir aðgang að opna á auglýstum afgreiðslutíma. Sömuleiðis skuldbindur Heilsuklasinn sig til að hafa í boði alla þá þjónustu sem auglýst er á hverjum tíma. Samningur þessi veitir áskrifanda aðgang að tækjasal Heilsuklasans og þeirri aðstöðu og þjónustu sem því fylgir. Samningurinn veitir ekki aðgang að lokuðum tímum og námskeiðum sem kann að vera boðið upp á gegn gjaldi, nema viðkomandi skrái sig á slíkt námskeið og greiði í samræmi við auglýst verð.
Skyldur áskrifanda:
Áskrifandi sækir líkamsræktarstöð Heilsuklasans á eigin ábyrgð. Áskrifanda er óheimilt að framselja aðgang til annars aðila. Heilsuklasinn ber enga ábyrgð á líkamstjóni áskrifanda nema það verði sannarlega rakið til stórfellds gáleysis stöðvarinnar eða starfsmanna hennar. Heilsuklasinn ber enga ábyrgð á fjármunum áskrifenda og mælir með að iðkendur komi með eigin lás til að læsa verðmæti í skáp meðan á æfingu stendur.
Áskrifandi skuldbindur sig til þess að hlýta umgengisreglum Heilsuklasans, þ.e. að ganga vel um tæki og búnað stöðvarinnar, ganga frá lóðum og öðru lauslegu eftir sig og sýna almenna snyrtimennsku. Notkun áfengis, eitur- og ávanabindandi lyfja er með öllu óheimil. Stórfelld eða ítrekuð brot gegn þessu ákvæði heimilar starfsfólki Heilsuklasans að vísa viðkomandi út úr Heilsuklasanum, auk þess sem Heilsuklasinn getur rift samningi við áskrifanda.