Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði
Sund, Ung Fólk, Myndir Til Að Nota (1)

Jóga Nidra

Verð

31.300 kr.

Jóga Nidra er leidd hugleiðsla sem kallast öðru nafni „jógískur svefn”. Þar aftengjumst við hugsunum okkar, virkjum slökunarviðbragð líkamans sem leiðir okkur inn í djúpa hvíld sem svipar til svefns.

Jóga Nidra samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum þar sem við förum frá hinu ytra inn í djúpt slökunarástand. Þannig lærum við smám saman að takast á við álag með kyrrari huga sem dregur úr streitu og kvíða.

Jóga Nidra fer þannig fram að í upphafi eru gerðar nokkrar einfaldar jógaæfingar eða teygjur og síðan fer hugleiðslan fram í liggjandi stöðu á dýnu undir teppi. Hver tími stendur yfir í klukkutíma. Kennari námskeiðsins er Jóhanna Björk Briem, sem meðal annars er jógakennari, sjúkranuddari og með M.A. í forvörnum og áhættuhegðun.

Námskeiðið fer fram 1x í viku (mánudaga kl 14 eða miðvikudaga kl 14) og stendur yfir í 8 vikur. Einnig er fullur aðgangur að vel útbúnum tækjasal Heilsuklasans innifalinn í námskeiðsverði.​