Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði
Chatgpt Image Oct 8, 2025, 10 04 44 AM

Stólajóga

Umsjón

Jo╠Ühanna Bjo╠Êrk Briem 2
Jóhanna Björk Briem
Jóga kennari
Nánar

Verð

24.900 kr.

Ertu að leita að mjúkum, aðgengilegum æfingum sem sem geta aukið jafnvægið þitt, liðleika og styrk? Þá gæti stólajóga hentað þér. Æfingar eru gerðar hægt og rólega, sitjandi á stól og einnig standandi með stuðningi við stólinn.  Æfingarnar hjálpa ekki síður til við að slaka á huga og líkama.

Í stólajóga eru gerðar æfingar sem þjálfa upp líkamlegt hreysti og andlegt jafnvægi. Námskeiðið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eiga erfitt með jógaæfingar á dýnu eða búa við skerta hreyfigetu.

Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur og eru tveir tímar í viku, 40 min í senn. Tímarnir fara fram á mánudögum og miðvikudögum kl 12:30 í notalegum sal með lágmarks áreiti. Innifalið í námskeiðinu er fullur aðgangur að tækjasal líkamsræktar Heilsuklasans.

Kennari námskeiðsins heitir Jóhanna Björk Briem. Hún er menntaður jógakennari, jóga Nidra leiðbeinandi og stólajógakennari. Hún er einnig með MA gráðu í áhættuhegðun og forvörnum og hefur yfir 40 ára reynslu í vinnu með einstaklingum.