Stólajóga
Ertu að leita að mjúkum, aðgengilegum æfingum sem sem geta aukið jafnvægið þitt, liðleika og styrk? Þá gæti stólajóga hentað þér. Æfingar eru gerðar hægt og rólega, sitjandi á stól og einnig standandi með stuðningi við stólinn. Æfingarnar hjálpa ekki síður til við að slaka á huga og líkama.
Í stólajóga eru gerðar æfingar sem þjálfa upp líkamlegt hreysti og andlegt jafnvægi. Námskeiðið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eiga erfitt með jógaæfingar á dýnu eða búa við skerta hreyfigetu.
Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur og eru tveir tímar í viku, 40 min í senn. Tímarnir fara fram á mánudögum og miðvikudögum kl 12:30 í notalegum sal með lágmarks áreiti. Innifalið í námskeiðinu er fullur aðgangur að tækjasal líkamsræktar Heilsuklasans.
Kennari námskeiðsins heitir Jóhanna Björk Briem. Hún er menntaður jógakennari, jóga Nidra leiðbeinandi og stólajógakennari. Hún er einnig með MA gráðu í áhættuhegðun og forvörnum og hefur yfir 40 ára reynslu í vinnu með einstaklingum.