
Tökum fyrsta skrefið (18-35 ára)
Umsjón




Tökum fyrsta skrefið er blanda af hópaþjálfun í líkamsrækt og fræðsu um heilbrigðar lífsvenjur fyrir fólk á aldrinum 18-35 ára. Námskeiðið höfðar m.a. til þeirra sem eru félagslega einangraðir, hafa ekki fundið sinn farveg á vinnumarkaði eða eru með takmarkaða virkni í samfélaginu og vilja æfa með hópi fólks sem er á svipuðum stað í lífinu. Félagslegur stuðningur jafningja er dýrmætur fyrir þennan hóp og því hefur jákvæð áhrif að vera í umhverfi með öðrum iðkendum í svipaðri stöðu í samfélaginu.
Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur og er blanda af reglulegri líkamsrækt undir handleiðslu íþróttafræðings, auk þriggja fyrirlestra yfir tímabilið sem haldnir eru af næringarfræðingi annars vegar (Heiðdís) og íþróttafræðingi og lýðheilsufræðingi hins vegar (Lars).
- Þriðjudagar kl 14:00-14:50 Æfing í lokuðum hóptímasal
- Fimmtudagar kl 14:00-14:50 Æfing í lokuðum hóptímasal
- Föstudagar kl 14:00-14:50 Æfing í lokuðum hóptímasal
Fræðslufyrirlestrar eru til þess gerðir að auðvelda iðkendum að tileinka sér heilbrigðar lífsvenjur, sér í lagi hvað varðar hreyfingu og næringu. Einnig er komið inn á aðra þæti sem hafa bein áhrif á heilsu okkar, eins og svefn, félagsleg virkni og umhverjið í daglegu lífi. Hver fyrirlestur varir í tæpa klukkustund. Tímasetningar fyrirlestra verða á fimmtudögum kl 13 og þeim lýkur tímanlega þannig að iðkendur komist á æfingu kl 14. Fyrirlestrarnir eru eins og hér segir:
- 28. ágúst kl. 13:00 (Vika 1) - Tökum fyrsta skrefið í líkamsrækt, Lars Óli Jessen, íþróttafræðingur
- 11. september kl. 13:00 (Vika 3) - Tökum fyrsta skrefið í mataræði, Heiðdís Snorradóttir, næringarfræðingur
- 9. október kl. 13:00 (Vika 7) - Hver eru næstu skref?, Heiðdís Snorradóttir, næringarfræðingur og Lars Óli Jessen, íþróttafræðingur