Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði
Andleglidan 1 800X533 1

Endurkoma til vinnu - með styrk og jafnvægi

Umsjón

Bryndis Svhv 150X150
Bryndís Einarsdóttir
Sálfræðingur
Nánar
Oli2
Ólafur Kári Júlíusson
Sérfræðingur í vinnusálfræði
Nánar

Staður: Heilsuklasinn, Bíldshöfða 9, 2. hæð, salur 5   

Umsjónaraðilar námskeiðs eru: Bryndís Einarsdóttir og Ólafur Kári Júlíusson 

Endurkoma til vinnu (ETV) er fimm vikna námskeið ætlað einstaklingum sem eru að stíga fyrstu skrefin aftur inn í vinnumarkaðinn eftir veikindi, kulnun eða aðrar áskoranir. Í hverri 90 mínútna lotu er lögð áhersla á fræðslu og hópsamtal, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að spegla eigin reynslu, vinna með sálrænar hindranir og byggja upp sjálfbærar aðferðir til að efla virkni og vellíðan í vinnu. 

Námskeiðið byggir á nálgun þar sem þátttakendur: 

  • Þróa vitund um eigin stöðu og væntingar 
  • Virkja sig í gegnum markvissa hegðun og hvatningu
  • Kynnast algengum sálfræðilegum hindrunum og læra að vinna með þær
  • Móta persónulega áætlun um endurkomu með áherslu á jafnvægi og sjálfbærni
  • Meta árangur, styrkja bjargráð og efla stuðningsnet 

ETV er hannað með samkennd, hlýju og virðingu fyrir fjölbreyttri reynslu þátttakenda og býður upp á öruggt rými til að skoða, spegla og styrkja eigin leið til vinnu á ný.