Styðjandi Sálfræðiþjónusta
Hjá Styðjanda sálfræðiþjónustu í Heilsuklasanum starfar fjölbreyttur hópur sálfræðinga, sem býr yfir víðtækri fagkunnáttu á sviði meðferðar, ráðgjafar og greiningarvinnu. Boðið er upp á meðferð fyrir einstaklinga og hópa og eru okkar sérsvið meðal annars meðferð við þunglyndi og kvíða, átröskunarvanda, sjálfsmyndarvanda, áföllum, örmögnun og kulnun og langvinnum verkjum.
Meðal þeirra meðferðarforma hjá Styðjandi eru hugræn atferlismeðferð, EMDR, ACT, samkenndarnálgun, núvitund auk ýmissa hópúrræða. Boðið er upp á meðferðarvinnu með börnum og ungmennum ásamt forráðamönnum.
Hluti sálfræðinganna sinnir sérstaklega parameðferð. Auk þess sinna margir sálfræðingar hjá okkur fræðslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Meðferð byggir alltaf á viðurkenndum og gagnreyndum aðferðum. Sálfræðingar Styðjandi eru í samstarfi við aðrar fagstéttir Heilsuklasans sem og heilsugæsluna Höfða.
- Auk hefðbundinnar meðferðar bjóðum við upp á námskeið leidd af sálfræðingum með sérþekkingu á streitu, kulnun og endurkomu til vinnu. Markmiðið er að miðla faglegri þekkingu á skýran og hagnýtan hátt og styðja þátttakendur í að takast á við áskoranir í daglegu lífi og atvinnuþátttöku.
Til að panta tíma er best að senda tölvupóst á mottaka@klasinn.is.