
Stígandi sjúkraþjálfun
Stígandi Sjúkraþjálfun veita sérhæfða einstaklings- og hópameðferð við verkjum og stoðkerfismeinum.
Finndu þína leið
Einstaklingsmeðferð hjá sjúkraþjálfara
Stígandi sjúkraþjálfun leggur mikla áherslu á einstaklingsmiðaða nálgun og gagnreynda meðferð með það að leiðarljósi að ná markmiðum skjólstæðinga okkar.
Gigtarhópur Stíganda
Styrktar- og þolþjálfun í sundlaug og æfingasal fyrir einstaklinga með stoðkerfisvandamál vegna gigtar. Regluleg, hæfileg hreyfing er mikilvægur þáttur í meðhöndlun á öllum tegundum gigtar, þar með talið liðagigtar, hryggiktar, sóragigtar og slitgigtar.
Meðgöngusund Stíganda
Það eru margir kostir við að hreyfa sig í vatni á meðgöngu. Þyngdarleysi vatnsins gerir fólki almennt auðveldara fyrir að hreyfa sig og hentar því sérstaklega vel öllum sem glíma við stoðkerfisverki. Álagið á stoðkerfið allt verður minna.
Mömmuþjálfun Stíganda
Þjálfun fyrir mæður eftir barnsburð undir leiðsögn sjúkraþjálfara.
Fátt reynir eins mikið á kvenlíkamann og að ganga með og fæða barn. Tímabilið eftir fæðingu getur auk þess verið afar krefjandi, bæði líkamlega og andlega.
Vatnsþjálfun Stíganda
Stígandi býður upp á vatnsþjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara fyrir einstaklinga með stoðkerfiseinkenni og/eða þá sem eru að hefja sína endurhæfingu eftir veikindi af ýmsum toga. Sama hvort um er að ræða endurhæfingu eftir nýleg meiðsl eða langvinn vandamál.
Stoðleiðir
Stoðleiðir 1-3 eru námskeið á vegum Stíganda sjúkraþjálfunar. Sjúkraþjálfarar kenna alla tíma, alls 8 vikur. Þátttakendur fá fullan aðgang að líkamsrækt Heilsuklasans á meðan námskeiði stendur.
Sjúkraþjálfarar

Ása Dagný Gunnarsdóttir
