Stoðleið 1 – Fræðandi – Heilsuklasinn

Stoðleið 1 – Fræðandi

Stoðleið 1 er góður grunnur að því bataferli sem framundan er. Námskeiðið hentar öllum sem eiga í erfiðleikum með hreyfingu (þjálfun) og ýmis störf vegna stoðkerfis- og/eða verkjavandamála, sama hvort um álag, sjúkdóma, slys, vefjagigt, langvinna verki eða aðra orsök er að ræða.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist betri skilning á orsök stoðkerfis- og/eða verkjavandamáli sínu og finni leiðir út úr þeim vanda, meðal annars með reglulegri hreyfingu.

Kennsla á vönduðum æfingum við hæfi hvers og eins. Áhersla lögð á að efla öryggi og sjálfstæði þátttakenda við þjálfun.

Mikil fræðsla er um stoðkerfið og verkjavandamál, samspil þessara þátta og áhrif á hreyfigetu og almenna líðan.

Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur og er kennt 3x í viku. Tímar fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 11:00-11:55.