Grunnnámskeið Heilsuklasans – Heilsuklasinn

Grunnnámskeið Heilsuklasans

Að koma sér aftur af stað í líkamsrækt eftir langa pásu er ekki auðvelt. Fyrsta skrefið er erfiðast og eðlilega þurfa margir aðstoð við að koma sér af stað. Fagleg aðstoð skiptir máli til að aðstoða þig við að ná þeim markmiðum sem þú sækist eftir.

Grunnnámskeið Heilsuklasans stendur yfir í sex vikur og eru æfingar þrisvar í viku í 50 mínútur í senn. Æfingar eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga undir handleiðslu íþróttafræðings. Kennsla er á réttri líkamsbeytingu og passað upp á að iðkendur framkvæmi æfingar rétt. Álagi er stýrt út frá líkamlegri getu hvers og eins, þannig að allir fái hæfilega krefjandi þjálfun.

Allir á grunnnámskeiðinu fá einnig tveggja daga æfingaáætlun í tækjasal Heilsuklasans. Kort í tækjasal er innifalið í verðinu og því er hægt að mæta í ræktina þá daga sem ekki eru hóptímar og fylgja æfingaáætluninni.

Mikið er lagt upp úr því að gera iðkendur sjálfstæða í hreyfingu. Upplagt framhald að loknu grunnnámskeiði Heilsuklasans er Klúbburinn.

Verð fyrir námskeiðið, sem stendur yfir í sex vikur, er 32.900 kr. Næstu námskeið hefjast í ágúst 2024. Nákvæmar dagsetningar og tímasetningar hópa verða auglýstar nánar síðar.

Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.