Í jóga er markmiðið að kyrra hugann og ná góðu andlegu jafnvægi, ásamt því að styrkja og liðka líkamann. Jógatímar Heilsuklasans eru hvort sem er fyrir byrjendur eða lengra komna og stöður eru aðlagaðar að getu hvers og eins.
Jóga Heilsuklasans er blanda af rólegu vinyasaflæði og hathajóga. Unnið er í flæði þar sem öndun og hreyfing eru tengdar saman. Einnig er staldrað í stöðunum til að ná aukinni dýpt. Við lærum að sleppa takinu á spennu í líkamanum og mætum honum eins og hann er hvern dag.
Í upphafi tímans eru gerðar öndunaræfingar ásamt mjúkri upphitun fyrir háls, axlir og hrygg. Gerðar eru ýmsar jógastöður og flæði sem styrkir og liðkar líkamann, en í lok allra tíma er slökun. Öll áhöld eru á staðnum; jógadýnur, kubbar, strappar, púðar og teppi. Aðstaðan er notaleg og aðgangur að vel búnum tækjasal er innifalið í verði. Á staðnum er sauna og heitur pottur.
Þjálfari námskeiðsins er Sigríður Einarsdóttir, en hún er meðal annars jógakennari og íþróttafræðingur. Tímarnir eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17:30-18:20.
Mánaðarverð eru 16.900 kr. Bæði er hægt að kaupa stakan mánuð eða skrá sig í boðgreiðslur.