Drífa Jenný HelgadóttirSálfræðingur – Heilsuklasinn

Drífa Jenný Helgadóttir
Sálfræðingur

Drífa Jenný lauk B.A prófi í sálfræði frá HÍ árið 1997 og Cand. Psych. prófi í
klínískri sálfræði frá Háskólanum í Aarhus árið 2007. Hún lauk sérnámi íhugrænni atferlismeðferð frá Hí og Oxford Cognitive Therapy Center árið
2017 og í áfallamiðaðri hugrænni atferlismeðferð (TF-CBT) árið 2018.


Drífa hefur haldið námskeið fyrir foreldra og börn varðandi, uppeldi, ADHD
og kvíða og hefur réttindi til að halda námskeið um núvitund fyrir börn og
unglinga. Hún starfaði hjá Þroska- og hegðunarstöð heilsugæslunnar frá
2007-2013 og starfaði á Barnaspítala Hringsins frá árinu 2013-2018. Í dag
starfar Drífa sem sálfræðingur í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og
Kjalarness og sem sálfræðingur á Heilsuklasanum einn dag í viku og sinnir
börnum og unglingum. Drífa hefur rekið eigin sálfræðistofu samhliða
störfum sínum á Barnaspítala og í Miðgarði frá árinu 2015. Hún sérhæfir
sig í tilfinningavanda og áföllum barna og unglinga ásamt því að sinna
uppeldisráðgjöf til foreldra.

Drífa er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfsstætt starfandi
sálfræðinga og FHAM.