Edda Björk ÞórðardóttirSálfræðingur – Heilsuklasinn

Edda Björk Þórðardóttir
Sálfræðingur

Edda Björk lauk B.A. gráðu í sálfræði árið 2008 og doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2016. Árið 2022 lauk hún M.S. gráðu í klínískri sálfræði. Hún starfaði áður sem sálfræðingur á geðsviði Landspítalans.

Sérsvið Eddu Bjarkar er áföll og önnur streituvaldandi lífsreynsla. Hún veitir áfallahjálp og sinnir meðferð við áfallastreituröskun, en hún er sérhæfð í áfallamiðaðri hugrænni atferlismeðferð. Edda Björk starfar sem lektor við Læknadeild Háskóla Íslands. Þar sinnir hún kennslu og rannsóknum um heilsufarslegar afleiðingar áfalla í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. Hún hefur birt fjölda vísindagreina á því sviði og haldið fjölmörg erindi á innlendum og erlendum ráðstefnum og málþingum. Edda Björk sinnir jafnframt handleiðslu nemenda á meistara- og doktorsstigi og er rannsakandi í vísindaverkefnunum Áfallasögu kvenna og Líðan þjóðar á tímum COVID-19.

Í doktorsverkefni sínu rannsakaði Edda Björk líðan þolenda snjóflóðanna á Vestfjörðum árið 1995. Samhliða doktorsnámi vann hún á Heilbrigðisupplýsingasviði Embættis landlæknis og vann m.a. að slysa- og ofbeldisforvörnum. Að loknu doktorsprófi starfaði hún sem nýdoktor við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Svíþjóð þar sem hún vann að rannsóknum um heilsufarslegar afleiðingar áfalla.