Elín vinnur með fjölskyldumeðferð, hjóna- og parameðferð og skilnaðar-/umgengnismál.
Hún sérhæfir sig einnig í meðferðarvinnu með einstaklingum/fjölskyldum sem eru að takast á við veikindi, bæði hjá þeim sem veikjast og aðstandendum. Elín var ein af stofnendum Neistans, styrktarfélagi hjartveikra barna.
Elín gerði rannsókn og Meistaraverkefni í fjölskyldu- og parameðferð; Leiðarvísir að góðu parasambandi.
Elín sinnir fjölskyldumeðferð í Fella- og Hólakirkju. Hún hefur unnið á sjúkdómsgreiningardeild í heilbrigðisgeira í rúm tuttugu ár. Sinnt kennslu á því sviði og setið ótal námskeið og ráðstefnur því tengdu.
Fjölskyldumeðferð er fjölbreytt úrræði sem felur í sér, einstaklings-, fjölskyldu-, hjóna- og parameðferð þar sem er unnið með einstakling innan fjölskyldu, hjón/pör, börn eða fjölskylduna í heild sinni eða að hluta. Fjölskyldumeðferð er gagnreynt og árangursríkt meðferðarúrræði (Evidence-based practice) þegar t.d. tekist er á við: líkamleg og andleg veikindi, áföll af ýmsum toga, sorgarferli, barnauppeldi, ágreining af ýmsu tagi, kynlífsvandamál og breytt fjölskyldumynstur í kjölfar skilnaðar.