Elva Brá AðalsteinsdóttirSálfræðingur – Heilsuklasinn

Elva Brá Aðalsteinsdóttir
Sálfræðingur

Elva Brá sinnir helst einstaklingsmeðferð fullorðinna, 18 ára og eldri, og eru áhugasvið hennar m.a. meðferð við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og lágu sjálfsmati. Elva hefur einnig sérhæft sig í meðferð langvinnra veikinda og verkja og heilsubrests vegna langvarandi álags. Elva kemur að námskeiðahaldi hjá Styðjandi sálfræðiþjónustu, Heilsuklasanum, og hefur frá upphafi verið leiðbeinandi á námskeiðinu Líkami og hugur og á námskeiðinu Líðan og langvinnir verkir.

Elva nýtir hugræna atferlismeðferð, EMDR og núvitund í meðferðarvinnu sinni.

Elva lauk B.A. gráðu í sálfræði frá HÍ árið 2002 og MSc gráðu í mannauðsstjórnun og vinnumarkaðsfræðum frá The London School of Economics (LSE) árið 2003. Hún lauk Cand. Psych. prófi í sálfræði frá HÍ árið 2013 og sérnámi í hugrænni atferlismeðferð árið 2019. Að auki hefur hún sótt önnur sérhæfð námskeið sem tengjast starfinu t.d. í EMDR og önnur á sviði núvitundar og samkenndarsálfræði.

Elva starfaði á Reykjalundi í starfsnámi sínu frá 2011-2013 á verkja-, gigtar- og starfsendurhæfingarsviði. Frá árinu 2012 til 2020 sinnti hún fullu starfi sem sálfræðingur hjá Heilsuborg.

Hún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga, Félagi EMDR meðferðaraðila og Félagi fagfólks um offitu.

elva@klasinn.is