Elva Brá AðalsteinsdóttirSálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði – Heilsuklasinn

Elva Brá Aðalsteinsdóttir
Sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði

Elva Brá sinnir helst einstaklingsmeðferð fullorðinna, 18 ára og eldri, og eru áhugasvið hennar m.a. meðferð við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og lágu sjálfsmati. Elva hefur einnig sérhæft sig í meðferð langvinnra veikinda og verkja og heilsubrests vegna langvarandi álags. Elva kemur að námskeiðahaldi hjá Styðjandi sálfræðiþjónustu, Heilsuklasanum, og hefur frá upphafi verið leiðbeinandi á námskeiðinu Líkami og hugur og á námskeiðinu Líðan og langvinnir verkir.

Elva nýtir hugræna atferlismeðferð, EMDR og núvitund í meðferðarvinnu sinni.

Elva lauk B.A. gráðu í sálfræði frá HÍ árið 2002 og MSc gráðu í mannauðsstjórnun og vinnumarkaðsfræðum frá The London School of Economics (LSE) árið 2003. Hún lauk Cand. Psych. prófi í sálfræði frá HÍ árið 2013 og sérnámi í hugrænni atferlismeðferð árið 2019. Elva hlaut sérfræðiréttindi í klínískri sálfræði fullorðinna árið 2023. Að auki hefur hún sótt önnur sérhæfð námskeið sem tengjast starfinu t.d. í EMDR og önnur á sviði núvitundar og samkenndarsálfræði.

Elva starfaði á Reykjalundi í starfsnámi sínu frá 2011-2013 á verkja-, gigtar- og starfsendurhæfingarsviði. Frá árinu 2012 til 2020 sinnti hún fullu starfi sem sálfræðingur hjá Heilsuborg.

Hún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga, Félagi EMDR meðferðaraðila og Félagi fagfólks um offitu.

elva@klasinn.is