Hrefna Hrund PétursdóttirSálfræðingur – Heilsuklasinn

Hrefna Hrund Pétursdóttir
Sálfræðingur

Hrefna sérhæfir sig í meðferð para og fyrir verðandi og nýbakaða foreldra.
Hrefna sinnir meðferð mæðra og feðra sem upplifa vanlíðan á meðgöngu,
fæðingarþunglyndi, kvíða, lágt sjálfsmat, álag/áföll og erfiðleika með tengsl

við barn eftir barnsburð. Hrefna veitir parameðferð, þar sem unnið er að því að skapa jákvæðni og nánd í parsambandi, bæta kynni og samskipti og kenna leiðir til þess að takast á við ágreining.

Hrefna starfaði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hjá forvarnar- og
meðferðarteymi barna frá 2014 til 2019. Þar sá hún um meðferð fyrir
verðandi og nýbakaða foreldra. Hún starfaði á Heilsustöðinni frá maí 2014
til júlí 2017 samhliða störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á
Heilsustöðinni sinnti Hrefna parameðferð og einstaklingsmeðferð
fullorðinna vegna kvíða, depurðar, lágs sjálfsmats, áfallastreituröskunar og
fæðingarþunglyndis.

Hrefna lauk B.A. gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri vorið 2010.
Hún lauk Cand.Psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands vorið 2012.
Hrefna hefur sérhæft sig í parameðferð og hefur lokið level 1 í Gottman
couples therapy. Einnig hefur hún sótt námskeið í Emotional focused
couples therapy sem dr. Þórdís Rúnarsdóttir hélt. Hrefna hefur sótt önnur
námskeið eins og EMDR level 1 og 2 og Compassion focused therapy.