Magnús F. ÓlafssonSálfræðingur – Heilsuklasinn

Magnús F. Ólafsson
Sálfræðingur

Magnús sinnir meðferð fyrir börn og ungmenni og veitir ráðgjöf til
forráðamanna. Magnús hefur víðtæka reynsla af meðferðarstörfum og veitir meðferð við kvíðaröskunum, þunglyndi, hegðunarvanda o.fl.

Magnús leggur áherslu á að aðlaga meðferðvinnuna að þroska hvers
einstaklings og jafnframt veita foreldrum ráðgjöf, stuðning og uppeldisleg
verkfæri til að mæta þörfum og aðstoða barn sitt eða ungmenni.

Magnús hefur haldið ýmis námskeið og erindi m.a. um hegðunarvanda,
uppeldi barna, ADHD, samskipti við unglinga og kvíðanámskeið fyrir börn og foreldra.

Magnús lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og
útskrifaðist úr cand.psych námi frá sama skóla árið 2006. Fékk þá
starfsleyfi sem sálfræðingur. Hefur lokið 2 ára sérnámi í hugrænni
atferlismeðferð (HAM).

Magnús hefur starfað á Þroska- og hegðunarstöð, heilsugæslustöðvum og
í Fjölkerfameðferð (Multisystemic therapy) á vegum Barnaverndarstofu.

Magnús starfar nú sem sálfræðingur á heilsugæslunni Höfða ásamt því að
vera með stofu hjá Styðjandi sálfræðiþjónusta.

Fyrirspurnir er hægt að senda á magnus@klasinn.is og tímapantanir fara
fram hjá móttökuriturum í síma 5991600.