Pálína Ósk HjaltadóttirSálfræðingur – Heilsuklasinn

Pálína Ósk Hjaltadóttir
Sálfræðingur

Menntun:
Pálína lauk B.S. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og Cand.Psych. gráðu frá Háskólanum í Árósum árið 2012. Vorið 2019 lauk Pálína við tveggja ára sérnám í hugrænni atferlismeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við Oxford Cognitive Therapy Centre. Auk þess hefur hún sótt ýmsar vinnustofur sem tengjast greiningu og meðferð á margs konar sálrænum vanda.

Atvinnuferill:
Pálína hefur lengst af unnið sem sálfræðingur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar sinnti hún ráðgjöf, greiningu og meðferð við algengustu geðrænu vandamálum. Pálína hefur einnig kennt námskeið í hugrænni atferlismeðferð og samkenndarmiðaðri nálgun (e. Compassion Focused Therapy). Stuttu eftir nám vann Pálína sem verkefnastjóri á búsetukjarna fyrir unga geðfatlaða. Sú vinna fólst helst í endurhæfingu einstaklinganna með það fyrir augum að koma þeim aftur út í lífið.

Meðferðarnálgun:
Í meðferð notar Pálína hugræna atferlismeðferð og samkenndarmiðaða nálgun. Pálína sinnir helst greiningu og meðferð á þunglyndi, kvíðaröskunum, áföllum, lágu sjálfsmati, streitu og kulnun ásamt almennri vanlíðan.