Ragnar Freyr Ingvarsson – Lyf- og gigtarlæknir – Heilsuklasinn

Ragnar Freyr Ingvarsson – Lyf- og gigtarlæknir

Ragnar lauk námi við læknadeild HÍ árið 2004. Hann starfaði á Landspítala í þrjú ár að loknu kandidatsári í framhaldsnámi í lyflækningum þangað til að hann fluttist til Lundar í Svíþjóð þar sem hann lauk framhaldsnámi í lyflækningum árið 2011 og ári síðar námi í gigtarlækningum. Hann lauk stjórnunarnámi frá Region Skåne sama ár. Árið 2015 fluttist hann til Brighton í Englandi þar sem hann starfaði við gigtarlækningar ásamt því að vera lækningaframkvæmdastjóri Sussex MSK Partnership east til bráðabirgða. Hann fluttist til Íslands árið 2016 og hefur starfað sem sérfræðingur í almennum lyflækningum á Landspítala, og tímabundið sem yfirlæknir COVID göngudeildar. Hann rekur núna sjálfstæða stofu, Gigtarmiðstöðina, ásamt öðrum gigtarlæknum.

Helsta áhugasvið Ragnars í vísindum eru Rauðir Úlfar, og hefur rannsakað faraldsfræði sjúkdómsins í Suður-Svíþjóð og á Íslandi. Hann stofnaði Beinstyrk – þar sem hægt er að fá gerðar beinþéttnimælingar auk þess að fá ráðleggingar um meðferð beingisnunar og beinþynningar, sjá nánar hérna.

Þá hefur hann verið virkur í félagsstörfum fyrst á vettvangi ungra lækna (2005-2008) og var formaður félags gigtarlækna frá 2016-2022. Hann er formaður Læknafélags Reykjavíkur síðan vorið 2022.

Utan vinnu er Ragnar þekktur sem Læknirinn í Eldhúsinu og hefur haldið úti bloggsíðu í hálfan annan áratug, skrifað matreiðslubækur og framleitt sjónvarpsþætti.