Sigurlaug María JónsdóttirSálfræðingur – Heilsuklasinn

Sigurlaug María Jónsdóttir
Sálfræðingur


Sigurlaug sinnir greiningu og almennri sálfræðimeðferð fullorðinna. Sérsvið hennar eru átraskanir (lystarstol, lotugræðgi, átkastaröskun),
líkamsskynjunar- og sjálfsmyndarvandi, offita, kvíði og þunglyndi. Hún
vinnur jafnframt með áföll og annan fjölþættan tilfinningavanda daglegs lífs. Hún notast við aðferðir hugrænnar og díalektískrar atferlismeðferðar,
núvitundar og samkenndarnálgunar í meðferðarvinnunni.

Sigurlaug lauk BA gráðu í sálfræði við Háskóla íslands árið 2001, Cand.
psych. gráðu árið 2005 og hlaut sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði
árið 2016. Hún hefur sótt ráðstefnur og margvísleg námskeið og vinnustofur, þ.á.m. sérhæfð HAM námskeið, kennsluþjálfun fyrir fagaðila í
núvitund á vegum Oxford Mindfulness Centre og Bangor háskóla,
leiðbeinendanámskeið í Mindful eating-Concious living og námskeið um
meðferð byggða á samkennd.

Sigurlaug starfaði sem sálfræðingur á stofu í Heilsuborg frá árinu 2017 til 2020. Hún starfaði í yfir áratug (2006-17) á geðsviði Landspítalans þar sem
hún sinnti margvíslegum verkefnum, svo sem greiningarvinnu, einstaklings- og hópmeðferðum á göngu- og dagdeild, fjölskyldumálum, handleiðslu fagfólks og nema, fræðslu, ráðgjöf og teymisstjórnun. Frá 2016 hefur Sigurlaug verið núvitundarleiðbeinandandi hjá Núvitundarsetrinu. Hún hefur jafnframt sinnt stundakennslu á háskólastigi og tekið þátt í
rannsóknarvinnu.

sigurlaug@klasinn.is