Snædís Eva SigurðardóttirSálfræðingur – Heilsuklasinn

Snædís Eva Sigurðardóttir
Sálfræðingur

Snædís vinnur með fullorðnum, 18 ára og eldri. Áhugasvið hennar í
meðferð er streitutengd vandamál og kulnun, kvíðavandi (almennur kvíði,
félagskvíði, áföll og áfallastreita, ofsakvíði og árátta/þráhyggja). Lágt
sjálfsmat, depurð/þunglyndi, Stuðningur við stjórnendur og hópa innan
fyrirtækja í formi handleiðslu eða fyrirlestra. Í meðferð styðst hún við
aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM), Núvitund og
Samkenndarsálfræði. Snædís veitir einnig meðferð á sænsku.


Snædís lauk B.A. prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2003. Árið 2005
lauk hún námi til kennsluréttinda (M.Ped) og svo Cand.Psych. gráðu frá
Háskóla Íslands árið 2008. Á árunum 2009-2015 var Snædís starfandi
sálfræðingur hjá fyrirtækjaheilsugæslu í Lundi í Svíþjóð þar sem hún veitti
starfsfólki sálfræðiaðstoð með vinnutengd vandamál. Árið 2012 fékk
Snædís vottun sem sálfræðilegur markþjálfi (Certified Psychological
Coach). Árið 2015 hóf hún þjálfun til leiðbeinanda í núvitund í Svíþjóð. Hún
útskrifaðist frá University of Sussex árið 2017, þar sem hún sérhæfði sig í
notkun hugrænnar atferlismeðferðar við ýmsum sálrænum kvillum (Post
Graduate Diploma in CBT for complex difficulties).
Snædís er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt
starfandi sálfræðinga.

Snædís hjälper vuxna (18 år och äldre), att hantera ångestproblematik (såsom generaliserad
ångest, socialångest, tvångsyndrom, posttraumatisk stress och panik), depression, stress
och utmattningsyndrom. Hon använder kognitiv beteendeterapi, mindfulness och self-
compassion. Hon tog psykolog examen på Island 2008, flyttade sedan till Lund i Sverige där
hon jobbade på en företagshälsovård i 7 år. Då tog hon en post-graduate diplom i KBT i
University of Sussex året 2017. Snædís har jobbat privat med patienter på Island sedan
2016.