Fjölbreytt og öflug heilsutengd þjónusta
Hjá okkur finnur þú sérfræðinga á öllum sviðum heilsu og heilbrigðis. Við leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð og reynum að tryggja þér árangur sem endist.
        - 
                    
Tímapantanir
mottaka@klasinn.is - 
                    
Almennar fyrirspurnir
klasinn@klasinn.is - 
                    
Símanúmer
599-1600 - 
                    
Opnunartími
Virka daga 6:00-19:50, lau 7:30-13:50 og sun 10:00-13:50 - 
                    
Staðsetning
Bíldshöfða 9 
Vinsæl námskeið
        Klúbburinn
        Kvennaleikfimi
        60+
        Þjálfun í vatni
        Léttara líf - haust 2025
        Sterkari bein - haust 2025
        60+ grunn námskeið
        Grunnnámskeið Heilsuklasans
        Líkamsrækt
Allir eru velkomnir í líkamsrækt Heilsuklasans. Fjölbreytt þjónusta er í boði og hjá okkur geta flestir fundið sína leið að bættri heilsu. Hver og einn iðkandi æfir á eigin forsendum og fagfólk Heilsuklasans sækist eftir því að finna lausnir sem henta best hverju sinni.
        Styðjandi sálfræðiþjónusta
Hjá sálfræðiþjónustunni Styðjandi í Heilsuklasanum starfar fjölbreyttur hópur sálfræðinga, sem býr yfir víðtækri fagkunnáttu á sviði meðferðar, ráðgjafar og greiningarvinnu. Boðið er upp á meðferð fyrir einstaklinga og hópa og eru okkar sérsvið meðal annars meðferð við þunglyndi og kvíða, átröskunarvanda, sjálfsmyndarvanda, áföllum, örmögnun og kulnun og langvinnum verkjum.
        Sérfræðilæknar
Sérsvið sérfræðilækna Heilsuklasans: Meðferð við offitu, gigt, húð- og kynsjúkdómar, geðlækningar, hjartalækningar barna, ofnæmis- og ónæmislækningar barna.
        Stígandi sjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfarar Stíganda veita sérhæfða einstaklings- og hópameðferð við verkjum og stoðkerfismeinum.
        Önnur fagþjónusta
Ýmsir fagaðilar á sviði heilsu og heilbrigðis starfa í Heilsuklasanum. Má þar nefna næringarfræðing, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, heyrnarfræðing og markþjálfa.