Þjálfun í vatni – Heilsuklasinn

Þjálfun í vatni

Langar þig að stunda líkamsrækt en hræðist hefðbundna hreyfingu sökum verkja sem hún veldur? Hefur þú þurft að hætta að stunda reglulega líkamsrækt vegna óþæginda eða eymsla í stoðkerfi? Þá gæti þjálfun í vatni hentað þér!

Þjálfun í vatni hefur sömu líkamlegu áhrif og æfingar á landi. Styrkur, þol, jafnvægi og liðleiki eru allt þættir sem þjálfun í vatni hefur jákvæð áhrif á. Vatnið dregur úr áhrifum þyngdaraflsins og því koma mun minni högg á liðamót í ökklum, hnjám, mjöðmum og baki. Auk þess dregur vatnið úr áhrifum stirðleika, sem auðveldar ýmsar hreyfingar.

Tímar Heilsuklasans í þjálfun í vatni fara fram í Mörkinni, þar sem gengið er inn um inngang að Suðurlandsbraut 64. Innifalið í verðinu eru tveir tímar í viku í lokuðum hópi, auk korts í tækjasal Heilsuklasans. Tímarnir fara fram á eftirfarandi tímasetningum:

    • Mán&mið kl 18:10-18:50 – erfiðleikastig 2 (Hjördís)
    • Mán&mið kl 18:50-19:30 – erfiðleikastig 3 (Hjördís)
    • Mán&mið kl 19:30-20:10 – erfiðleikastig 4 (Sissa) – hefst 2. sept
    • Þri&fim kl 10:15-10:55 – erfiðleikastig 1 (Sissa)
    • Þri&fim kl 10:55-11:35 – erfiðleikastig 2 (Sissa)
    • Þri&fim kl 11:35-12:15 – erfiðleikastig 3 (Sissa)

Verðtafla:

Mánaðarverð í áskrift með 12 mánaða skuldbindingu 19.400 kr
Mánaðarverð í áskrift með 2 mánaða uppsagnarfresti 20.600 kr
Mánaðarverð í áskrift án uppsagnarfrests 21.800 kr
Stakur mánuður 23.400 kr

Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.