Um Gigtarmiðstöðina – Heilsuklasinn

Um Gigtarmiðstöðina

Þorvarður Jón Löve

Þorvarður lauk námi við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2000 og fékk lækningaleyfi að loknu kandídatsári 2001. Hann starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu, Hjartadeild Landspítala og
Ónæmisfræðideild Landspítala til ársins 2004 þegar hann hóf sérfræðinám í Boston.
Hann lauk sérnámi í gigtarlækningum frá Harvard háskólasjúkrahúsinu Brigham and Women’s árið 2010 og útskrifaðist sama vor með meistaragráðu í rannsóknarvísindum frá læknadeild Harvard háskóla.

Þorvarður hlaut sérfræðiviðurkenningu í gigtarlækningum frá Landlækni árið 2010 og hefur starfað við gigtarlækningar á Íslandi síðan. Hann lauk doktorsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2013 og er dósent við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðilæknir á Vísindadeild Landspítala og sinnir bæði vísindarannsóknum og kennslu.

Helsta áhugasvið Þorvarðar í rannsóknum er sóragigt, og þá sérstaklega áhættuþættir sóragigtar.

 

Ragnar Freyr Ingvarsson

Ragnar lauk námi við læknadeild HÍ árið 2004. Hann starfaði á Landspítala í þrjú ár að loknu kandidatsári í framhaldsnámi í lyflækningum þangað til að hann fluttist til Lundar í Svíþjóð þar sem hann lauk framhaldsnámi í lyflækningum árið 2011 og ári síðar námi í gigtarlækningum. Hann lauk stjórnunarnámi frá Region Skåne sama ár. Árið 2015 fluttist hann til Brighton í Englandi þar sem hann starfaði við gigtarlækningar ásamt því að vera lækningaforstjóri Sussex MSK Partnership east til bráðabirgða. Hann fluttist til Íslands árið 2016 og hefur starfað sem sérfræðingur í almennum lyflækningum, sem yfirlæknir COVID göngudeildar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hann hefur jafnframt rekið sjálfstæða stofu í Klíníkinni og núna hjá Gigtarmiðstöðinni.

Helsta áhugasvið Ragnars í vísindum eru Rauðir Úlfar, og hefur rannsakað faraldsfræði sjúkdómsins í Suður-Svíþjóð og á Íslandi. Hann stundar doktorsnám við Lundarháskóla frá 2011 og stefnir á því ljúka því 2021/2022.

Þá hefur hann verið virkur í félagsstörfum fyrst á vettvangi ungra lækna (2005-2008) og hefur verið formaður félags gigtarlækna frá 2016. Utan vinnu er Ragnar þekktur sem Læknirinn í Eldhúsinu og hefur haldið úti bloggsíðu í hálfan annan áratug, skrifað matreiðslubækur og framleitt sjónvarpsþætti.

 

Guðrún Björk Reynisdóttir

Guðrún lauk námi við læknadeild Háskóla Íslands árið 2000. Hún starfaði á Landspítala í 3 ár að loknu kandídatsári í framhaldsnámi í lyflækningum þar til hún fluttist til Stokkhólms í Svíþjóð. Þar lauk hún sérfræðinámi í almennum lyf- og gigtlækningum við Karolinska Háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi 2010 og doktorsnámi við Karolinska Institutet 2015. Viðfangsefni doktorsritgerðar hennar voru lungnabreytingar í iktsýki.

Guðrún starfaði sem sérfræðingur í gigtlækningum við gigtardeild Karolinska Sjúkrahússins í Stokkhólmi frá byrjun árs 2011 og frá 2014 við gigtardeild Landspítala Háskólasjúkrahúss.

 

Þórunn Jónsdóttir

Þórunn lauk námi við Læknadeild Háskóla Íslands árið 1995 og fékk lækningaleyfi að loknu kandídatsári 1996. Hún hóf sérfræðinám í almennum lyflækningum í Oslo sama ár. 1999 fluttist hún til Stokkhólms og hélt þar áfram sérfræðinámi í gigtlækningum við Karólínska Háskólasjúkrahúsið. Þórunn lauk sérfræðinámi í almennum lyf- og gigtlækningum 2007 og doktorsnámi við Karólínska Institutet í Stokkhólmi 2009. Megináhersla voru rannsóknir á Rauðum Úlfum.

Frá 2007 starfaði hún sem sérfræðingur í gigtlækningum við gigtardeild Karólínska Sjúkrahússins í Stokkhólmi og frá 2010 við gigtardeild Landspítala Háskólasjúkrahúss.
Þórunn er Lektor við Læknadeild HÍ og sinnir kennslu í samskiptafræði. Þá hefur hún setið í ritstjórn Læknablaðsins og situr í stjórn Félagi Íslenskra gigtlækna.

 

Gunnar Tómasson

Gunnar lauk námi við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2000 og doktorsnámi í faraldsfræði árið 2015 við Boston University. Hann var framhaldsnámi í lyflækningum við háskólann í Wisconsin í Madison og nam gigtarlækningar við Boston University Medical center. Í framhaldnámi sínu í gigtlækningum lagði hann með sérstaka áherslu á æðabólgur. Hann er lektor við Háskóla Ísland og gegnir sérfræðistörfum við Landspítala Háskólasjúkrahúss. Hann hefur rekið eigin læknisstofu frá því 2010 fyrst í Læknasetrinu, svo í Heilsuborg og núna hjá Gigtarmiðstöðinni. Hann hefur verið virkur í stjórn félags íslenska gigtarlækna undanfarin ár.