Jóga Nidra – Heilsuklasinn

Jóga Nidra

Jóga Nidra er leidd hugleiðsla sem kallast öðru nafni „jógískur svefn”. Þar aftengjumst við hugsunum okkar, virkjum slökunarviðbragð líkamans sem leiðir okkur inn í djúpa hvíld sem svipar til svefns.

Jóga Nidra samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum þar sem við förum frá hinu ytra inn í djúpt slökunarástand. Þannig lærum við smám saman að takast á við álag með kyrrari huga sem dregur úr streitu og kvíða.

Jóga Nidra fer þannig fram að í upphafi eru gerðar nokkrar einfaldar jógaæfingar eða teygjur og síðan fer hugleiðslan fram í liggjandi stöðu á dýnu undir teppi. Kennari námskeiðsins er Jóhanna Björk Briem, sem meðal annars er jógakennari, sjúkranuddari og með M.A. í forvörnum og áhættuhegðun.

Hvert námskeið er í átta vikur, en einnig er hægt að kaupa hálft námskeið. Fullt verð á námskeiðið er 47.800 kr, en mánaðarverð er 23.900 kr. Tímarnir fara fram á mánudögum og miðvikudögum kl 17:45-18:45 og hefst næsta námskeið mánudaginn 31. janúar. Einnig er fullur aðgangur að vel útbúnum tækjasal Heilsuklasans innifalinn í námskeiðsverði. 

Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.