Kvennaleikfimi

Regluleg hreyfing bætir heilsu og líðan. Kvennaleikfimi Heilsuklasans hefur alltaf verið vinsælt námskeið, enda hentar það öllum konum. Hver æfing er um 50 mínútna löng og tímarnir fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 16:30. Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar, þar sem boðið er upp á púl og fjör. Erfiðleikastig er miðað út frá getu hvers og eins. Því hentar Kvennaleikfimi jafnt hraustum konum sem og þeim sem þurfa að fara varlegar í sakirnar. Þjálfari námskeiðsins er Sigríður Einarsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur.

Hægt er að byrja hvenær sem er og innifalið eru þrír tímar í viku og fullur aðgangur að vel útbúnum tækjasal Heilsuklasans.
Mánaðarverð eru 16.900 kr í áskrift án nokkurs uppsagnarfrests. Einnig er hægt að kaupa stakan mánuð á 18.900 kr.
Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.