Líkami og hugur frh.

Einungis þeir sem hafa lokið grunnnámskeiði í Líkami og hugur geta skráð sig í framhaldshópinn. Áfram er unnið út frá hreyfiseðli, en ákefð framhaldshópsins er meiri en í grunninum. Engu að síður eru áfram allir að æfa á eigin forsendum og því álaginu stýrt þannig að það henti öllum.

Framhaldsnámskeið Líkama og hugar stendur yfir í 8 vikur, eins og grunnnámskeiðið. Áfram fara tímar fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, klukkan 14:00-14:50.

Innifalið í námskeiðinu eru þrír tímar í viku í lokuðum hóp og fullur aðgangur að vel útbúnum tækjasal Heilsuklasans. Þar er þjálfari í tækjasal á auglýstum tímum og opnir tímar, auk þess sem innan af búningsklefa er heitur pottur og sauna.

Þjálfarar námskeiðsins

Sigríður Einarsdóttir og Sara Katrín Kristjánsdóttir, íþróttafræðingar.

Verð og næstu námskeið

Verð fyrir námskeiðið, sem stendur yfir í 8 vikur, er 41.900 kr.
Námskeiðin hefjast alltaf viku eftir að grunnnámskeiði lýkur.