Líkami og hugur frh. – Heilsuklasinn

Líkami og hugur frh.

Einungis þeir sem hafa lokið grunnnámskeiði í Líkami og hugur geta skráð sig í framhaldshópinn. Áfram er unnið út frá hreyfiseðli, en ákefð framhaldshópsins er meiri en í grunninum. Engu að síður eru áfram allir að æfa á eigin forsendum og því álaginu stýrt þannig að það henti öllum.

Framhaldsnámskeið Líkama og hugar stendur yfir í átta vikur, eins og grunnnámskeiðið. Áfram fara tímar fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, þar sem hægt er að velja á milli þess að mæta kl 12:10-12:50 (Sigríður) eða klukkan 14:00-14:50 (Ingunn). Innifalið í námskeiðinu eru þrír tímar í viku í lokuðum hópi og fullur aðgangur að vel útbúnum tækjasal Heilsuklasans

Þjálfarar námskeiðsins
Sigríður Einarsdóttir og Ingunn Kristjana Þorkelsdóttir, íþróttafræðingar.

Verð og næstu námskeið
Verð fyrir námskeiðið, sem stendur yfir í átta vikur, er 46.900 kr.
Námskeiðin hefjast alltaf viku eftir að grunnnámskeiði lýkur:

Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.