60+ grunn námskeið – Heilsuklasinn

60+ grunn námskeið

Fyrstu skrefin í líkamsrækt eru oft erfiðust. Þegar farið er af stað er mikilvægt er að fá kennslu um rétta líkamsbeitingu og eftirfylgni til að vera viss um að æfingar séu rétt framkvæmdar.

Á 60+ grunn námskeiði Heilsuklasans sér íþróttafræðingur bæði um áður nefnda kennslu og eftirfylgni, en aðstoðar einnig hvern og einn iðkanda við að finna hæfilegt álag til að stuðla að bættri heilsu og auknum lífsgæðum. Tímar fara fram í hóptímasal þar sem mikið er lagt upp úr kennslu og yfirferð æfinga.

Að loknu námskeiði er markmiðið að iðkendur hafi bæði öðlast líkamlega getu og sömuleiðis lært helstu æfingar nógu vel til að geta skráð sig áfram á 60+ námskeið Heilsuklasans. Grunnurinn að farsælli heilsueflingu til lengri tíma er lagður á 60+ grunn námskeiðinu, sem stuðlar að góðri heilsu og auknum lífsgæðum á efri árum.

Verð fyrir sex vikna 60+ grunn námskeið Heilsuklasans er 23.900 kr. Næstu 60+ grunn námskeið hefjast haustið 2024, nánari tímasetningar verða auglýstar síðar.

Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.