Stoðleið 3 – Styrkjandi – Heilsuklasinn

Stoðleið 3 – Styrkjandi

Stoðleið 3 inniheldur vandaðar æfingar með meiri ákefð en í Stoðleið 2, þar sem áherslan er að auka styrk og úthald. Námskeiðið hentar þeim sem glíma við stoðkerfisvandamál af ýmsum toga og þurfa stuðning sjúkraþjálfara til að komast af stað og/eða til að viðhalda hreyfingu.

Megin markmið námskeiðsins er að þátttakendur auki styrk og úthald með því að læra að þekkja eigin mörk þegar kemur að álagi, bæði við þjálfun og í daglegu lífi.

Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur og er kennt 3x í viku. Tímar fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 14:00-14:55.