Gull fjarþjálfun – Heilsuklasinn

Gull fjarþjálfun

Fyrir þá sem vilja æfa sjálfstætt en hafa sinn eigin þjálfara til stuðnings, þá hentar Gull fjarþjálfun vel. Íþróttafræðingur setur upp æfingaáætlun fyrir þig út frá þínum markmiðum, þinni líkamlegu heilsu og þinni aðstöðu til æfinga. Næstu þrjá mánuði er þér svo fylgt eftir með reglulegum símaviðtölum, þar sem æfingaálagi er stýrt stigavaxandi til að bæta líkamlega heilsu og auka lífsgæði.

Viðkomandi æfir sjálfur á tímum og stað sem honum hentar. Á tveggja vikna fresti á fyrirfram ákveðnum tímum yfir þriggja mánaða tímabil hringir þjálfari í iðkanda, þar sem farið er yfir hvernig hefur gengið og framhaldið metið. Þá er alltaf hægt að uppfæra æfingaáætlunina út frá stöðunni hverju sinni þannig að iðkandi fái sem mest út úr þjálfuninni. Gull fjarþjálfun hentar vel þeim sem vilja æfa sjálfir, en þó undir handleiðslu fagaðila.

Innifalið í þjónustu
• Símaviðtal í upphafi við íþróttafræðing þar sem farið er yfir líkamlega heilsu, markmið, æfingaaðstöðu, fyrirkomulag þjálfunar o.fl.
• Uppsetning æfingaáætlunar með 2-3 mismunandi æfingadögum í samræmi við það sem ákveðið var í sameiningu í símaviðtali.
• 1x 60 min myndsímtal þar sem farið er yfir hverja einustu æfingu á æfingaáætlun, iðkandi prufar allar æfingar og gengið úr skugga um að æfingaáætlunin sé skýr.
• 6x 30 min símaviðtal með tveggja vikna millibili þar sem farið er yfir hvernig hefur gengið, hvort gera eigi einhverjar breytingar á æfingaáætlun o.fl.

Verð
Þriggja mánaða fjarþjálfun kosta 59.700 kr, þar sem í boði er að skipta greiðslum og greiða þá 19.900 kr á mánuði. Hægt er að byrja hvenær sem er og taka heilsuna föstum tökum með Gull fjarþjálfun.

Hægt er að panta Gull fjarþjálfun í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.