Einkaþjálfun – Heilsuklasinn

Einkaþjálfun

Fyrir þá sem vilja vera handvissir um að þjálfunin sé eins og best verður á kosið, þá er einkaþjálfun vænlegasti kosturinn. Þar er mikið aðhald og þú færð þinn eigin þjálfara til að halda utan um þjálfunina, segja þér hvaða æfingar á að gera, hvenær, hvernig og hversu lengi. Íþróttafræðingar Heilsuklasans hafa allir góða þekkingu á hreyfingu, mataræði og öðrum þáttum sem hafa áhrif á heilsu fólks. Þjálfarinn getur því veitt ráðgjöf um heilsusamlegan lífsstíl, á sama tíma og hann fylgir þér alla æfinguna.

Vilt þú að þjálfarinn sjái um að skipuleggja hverja einustu æfingu? Vilt þú finna öryggið sem fylgir því að þjálfari sýnir þér og fylgist svo með öllum þínum hreyfingum? Vilt þú fá ráðleggingar um aðra þætti heilsu á sama tíma? Þá er einkaþjálfun í Heilsuklasanum fullkomin fyrir þig.

Innifalið í einkaþjálfun er fullur aðgangur að tækjasal Heilsuklasans í mánuð. Á þeim tíma hittir þú íþróttafræðing í 4 vikur, þar sem hann fylgir þér hvert skref.

Bókaðu einkaþjálfun með því að senda póst á mottaka@klasinn.is. Þú færð svo símtal frá íþróttafræðingi Heilsuklasans sem bókar þig í fyrsta tímann.

Verð fyrir einkaþjálfun í fjórar vikur er eftirfarandi:

Tegund einkaþjálfunar

Tvisvar í viku, 30 mín í senn

Þrisvar í viku, 30 mín í senn

Tvisvar í viku, 60 mín í senn

Þrisvar í viku, 60 mín í senn

2 saman tvisvar í viku, 30 mín í senn

2 saman þrisvar í viku, 30 mín í senn

2 saman tvisvar í viku, 60 mín í senn

2 saman þrisvar í viku, 60 mín í senn

Verð

49.900 kr

69.900 kr

89.900 kr

129.900 kr

59.900 kr (29.950 kr á mann)

79.900 kr (39.950 kr á mann)

99.900 kr (49.950 kr á mann)

139.900 kr (69.950 kr á mann)