Regluleg hreyfing bætir árum við lífið og lífi í árin. Mikil áhersla er lögð á það í Klúbbnum að allir stýri álagi út frá eigin getu og því hentar námskeiðið fyrir alla sem hafa ákveðinn grunn í hreyfingu.
Fjölbreytt þjálfun einkennir tíma í Klúbbnum. Æfingar bjóða upp á háa ákefð fyrir þá sem vilja taka vel á því, en einnig bjóða þjálfarar námskeiðsins upp á einfaldari og auðveldari útfærslur æfinga. Klúbburinn er einstaklingsmiðuð hópaþjálfun sem hentar öllum sem þurfa ekki mikla sérhæfingu.
Hægt er að byrja hvenær sem er og innifalið eru þrír tímar í viku og fullur aðgangur að vel útbúnum tækjasal Heilsuklasans. Inn af búningsklefa er notalegt slökunarsvæði, sem inniheldur heitan pott og sauna. Klúbburinn er kenndur á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á átta tímasetningum. Iðkendur skrá sig í einhvern þeirra hópa en er frjálst að mæta á öðrum tímum þegar það hentar. Tímasetningarnar eru eftirfarandi:
-
-
- 6:15 (Elín)
- 7:15 (Elín)
- 10:00 (Björk)
- 12:10 (Sigríður)
- 12:10 Karlapúl (Sigríður)
- 14:00 (Sigríður)
- 16:30 Kvennaleikfimi (Sigríður)
- 17:30 Kvennaleikfimi (Sigríður)
- 17:30 (Auður)
- 18:30 (Auður)
-
Mánaðarverð eru 16.900 kr í áskrift án nokkurs uppsagnarfrests. Einnig er hægt að kaupa stakan mánuð á 18.900 kr.
Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.