Streita og kulnun-Birtingarmyndir og bjargráð – Heilsuklasinn

Streita og kulnun-Birtingarmyndir og bjargráð

Um hópmeðferðina

Streita og kulnun-Birtingarmyndir og bjargráð er hópmeðferð þar sem leiðarljósið er að bæta líðan og auka starfsgetu þátttakenda. Það er gert með því að gera þátttakendum kleift að öðlast skilning á áhrifum langvarandi streituálags á heilsu viðkomandi, auk þess að benda á leiðir til að draga úr hamlandi streitueinkennum. Fjallað verður um ólíkar birtingarmyndir streitu og kulnunar, mismunandi stig streitu og leiðir að betri líðan. Hver og einn þátttakandi kortleggur sín streitueinkenni og streituvalda og gerir áætlun sem miðar að því að draga úr einkennum og bæta líðan til skemmri tíma og draga úr líkum á endurteknum streituvanda í framtíðinni.

Meðferðin hentar einstaklingum sem glíma við afleiðingar langvarandi streituálags í starfi og/eða einkalífi og eru farin að finna fyrir truflandi einkennum á borð við hamlandi orku- og úthaldsleysi, erfiðleikum með einbeitingu og minni, pirringi, svefntruflunum, litlu þoli við áreiti, líkamlegum óþægindum og lágt álagsþol. Þar sem mikil áhersla er lögð á að gera þátttakendum kleift að öðlast eigin sýn og skilning á langvarandi áhrifum streituálags á heilsuna gæti námskeiðið sérstaklega hentað þeim sem eru nýlega dottnir úr vinnu vegna streitutengdrar vanheilsu og eru að stíga sín fyrstu skref í uppbyggingarferli.

Frábending: Einstaklingar sem glíma við alvarleg einkenni áfallastreituröskunnar ættu ekki að sitja hóptímana nema að lokinni áfallaúrvinnsla hjá viðeigandi fagaðila. 

Fyrirkomulag og kostnaður

  • Hóptímar í umsjón sálfræðinga, sjúkraþjálfara og læknis
  • Kennt er vikulega á miðvikudögum kl 9 til 11 í 6 skipti, tvær klukkustundir í senn
  • (Tími 7) verður u,þ.b. 2-3 vikum eftir að námskeiði lýkur

Mælt er með forviðtali hjá sálfræðingi í upphafi námskeiðs þar sem vandinn er kortlagður, sem og lokaviðtal í lok hóptíma þar sem staðan er metin og drög lögð að næstu skrefum. Greiða þarf sérstaklega fyrir for- og eftirviðtöl (kr 22.000 kr skiptið).

 Byggt er á fræðslu, verkefnavinnu í tímum, umræðum og mikil áhersla verður lögð á áætlanagerð og heimaverkefni milli tíma. 

Þátttakendur fá verkefnahefti í upphafi námskeiðs sem inniheldur ýmsan fróðleik um streitu og kulnun ásamt verkefnablöðum.

Verð: kr. 79.200 kr fyrir setu á námskeiði. Heildarverð með for- og eftirviðtali hjá sálfræðingi: kr. 123.200 kr.

Námskeið vorannar 2024:

  • 24. janúar (uppselt)
  • 13. mars
    • Tími 1 – 13. mars
    • Tími 2 – 20. mars
    • Tími 3 – 3. apríl
    • Tími 4 – 10. apríl
    • Tími 5 – 17. apríl
    • Tími 6 – 24. apríl
    • Tími 7 – 8. maí

Skráning og frekari upplýsingar

Umsjón með námskeiðinu er í höndum Sigrúnar Ásu Þórðardóttur sálfræðings og Snædísar Evu Sigurðardóttur sálfræðings.  Skráning og nánari upplýsingar veita umsjónaraðilar í sigrunasa@klasinn.is og snaedis@klasinn.is