Gull æfingaáætlun – Heilsuklasinn

Gull æfingaáætlun

Margir kjósa að æfa sjálfir í tækjasal á tímum sem henta hverju sinni. Því fylgir ákveðið frelsi að vera ekki bundinn ákveðnum tímasetningum og geta mætt eftir eigin hentugleika. Þegar æft er án þjálfara skiptir máli að vita hvaða æfingar er æskilegt að framkvæma, hversu oft, hversu lengi, hversu þungt, hvað á að forðast o.s.frv.

Vilt þú æfingaáætlun sem sett er upp út frá þínum markmiðum, þinni líkamlegri getu og þínu áhugasviði? Fáðu íþróttafræðing Heilsuklasans til að leiðbeina þér og setja upp æfingaáætlun sem hjálpar þér að ná þeim árangri sem þú sækist eftir. Æfingaáætluninni er svo fylgt eftir og farið yfir hvort æfingarnar henti, hvort rifja þurfi upp æfingar og mögulega gera lítillegar breytingar á æfingaáætluninni. Þú hittir því þjálfarann þinn aðra hverja viku í 3 mánuði, til að fullvissa um að allt sé eins og það á að vera.

Verð fyrir Gull æfingaáætlun er 83.700 kr, eða 27.900 kr á mánuði í þrjá mánuði. Innifalið í verðinu er:

   • Símaviðtal við íþróttafræðing
   • Uppsetning einstaklingsmiðaðrar æfingaáætlunar
   • Klukkutíma kennsla á æfingaáætlunina
   • Sex hálftíma tímar í eftirfylgni
   • Reglulegar mælingar á líkamsgreiningartæki
   • Þriggja mánaða kort í líkamsrækt Heilsuklasans

Hægt er að bóka Gull æfingaáætlun í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.