Í Zumba sláum við saman skemmtun og heilsurækt. Þeim sem finnst gaman að dansa geta dansað sig til betri heilsu við hressa tónlist og jákvæða stemningu í Heilsuklasanum.
Hjördís Zumbakennari hefur áratuga reynslu af ýmsum gerðum Zumba, en hún þjálfar alla Zumba tíma í Heilsuklasanum. Mikið fjör er í tímum hjá Hjördísi og hún sér til þess að allir dansi og svitni í takt.
Í boði eru tvö Zumba námskeið:
-
- Zumba Gold (60+) á þriðjudögum og fimmtudögum kl 11:00-11:50
- Zumba á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:00-17:50
Innifalið eru tveir tímar í viku í lokuðum hópi og fullur aðgangur að vel útbúnum tækjasal Heilsuklasans. Alla laugardaga er Hjördís svo með opinn Zumba tíma kl. 10:00-10:50.
Verðtafla:
Mánaðarverð í áskrift með 12 mánaða skuldbindingu | 12.900 kr |
Mánaðarverð í áskrift með 2 mánaða uppsagnarfresti | 13.700 kr |
Mánaðarverð í áskrift án uppsagnarfrests | 14.400 kr |
Stakur mánuður | 14.900 kr |
Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.