Silfur æfingaáætlun

Margir kjósa að æfa sjálfir í tækjasal á tímum sem henta hverju sinni. Því fylgir ákveðið frelsi að vera ekki bundinn ákveðnum tímasetningum og geta mætt eftir eigin hentugleika. Þegar æft er án þjálfara skiptir máli að vita hvaða æfingar væri æskilegt að framkvæma, hversu oft, hversu lengi, hversu þungt, hvað á að forðast o.s.frv.

Vilt þú æfingaáætlun sem teiknuð er upp út frá þínum markmiðum, þinni líkamlegri getu og þínu áhugasviði? Fáðu íþróttafræðing Heilsuklasans til að leiðbeina þér og setja upp æfingaáætlun sem hjálpar þér að ná þeim árangri sem þú sækist eftir. Æfingaáætluninni er svo fylgt eftir og gengið úr skugga um að hún henti þér.

Innifalið í Silfur æfingaáætlun er uppsetning á einstaklingsmiðaðri æfingaáætlun, auk klukkutíma kennslu með þjálfara á æfingaáætlunina. Í framhaldi af því eru tveir hálftíma tímar með þjálfara þar sem æfingaáætluninni er fylgt eftir, annar tíminn er viku eftir fyrsta tíma og sá síðasti í vikunni þar á eftir. Þar er farið yfir hvort æfingarnar henti, hvort rifja þurfi upp æfingar og mögulega gera lítillegar breytingar á æfingaáætluninni. Einnig er fullur aðgangur að tækjasal Heilsuklasans í einn mánuð og þeirri þjónustu sem honum fylgir.

Bókaðu Silfur æfingaáætlun með því að senda póst á mottaka@klasinn.is eða með símtali í númerið 599-1600. Þú færð svo símtal frá íþróttafræðingi Heilsuklasans, þar sem þú gefur upplýsingar sem hjálpa til við uppsetningu æfingaáætlunarinnar. Þá verður þér gefinn tími nokkrum dögum síðar þar sem þjálfarinn sýnir þér allt sem þú þarft að vita um æfingaáætlunina.

Verð fyrir Silfur æfingaáætlun er 33.900 kr. Innifalið í verðinu er:

  • Símaviðtal við íþróttafræðing
  • Uppsetning einstaklingsmiðaðrar æfingaáætlunar
  • Klukkutíma kennsla á æfingaáætlunina
  • Tveir hálftíma tímar í eftirfylgni
  • Mæling á líkamsgreiningartæki
  • Mánaðarkort í líkamsrækt Heilsuklasans