Anna Björnsdóttir – Taugalæknir – Heilsuklasinn

Anna Björnsdóttir – Taugalæknir

Anna útskrifaðist úr læknisfræði frá Háskóla Íslands 2009. Hún lærði taugalækningar við University of Massachusetts í Bandaríkjunum 2012-2016. Hún lauk sérfræðiprófi í taugalækningum (e. board-certified) í Bandaríkjunum 2016. Anna sérhæfði sig í Parkinson og hreyfitruflunum við Duke háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum 2016-2017. Síðan hefur hún starfað sem sérfræðingur í Parkinson og hreyfitruflunum við Duke háskólasjúkrahúsið, á öldrunarlækningadeild Landspítala og Læknasetrinu.

Anna sér einungis sjúklinga með hreyfitruflanir s.s. Parkinson, skjálfta, göngulagstruflanir, dystoniu, hvarmakrampa, vangakrampa, slingur (ataxia), fótaóeirð og síspennu (e. spasticitet).

Anna veitir sérhæfða meðferð með botulinum toxini við dystoniu, vanga- og hvarmakrampa, spasticiteti eftir t.d. heilablóðfall og við slefi/óeðlilegri munnvatnsframleiðslu.

Anna metur sjúklinga með tilliti til DBS skurðaðgerðar (Deep-Brain-Stimulation, raförvun í djúpkjörnum heilans) og sér um stillingar á rafskautum eftir skurðaðgerðina.

Anna er meðstjórnandi í stjórn Læknafélags Reykjavíkur og situr í jafnréttisnefnd Læknafélags Íslands.

Anna heldur úti fræðslusíðu um hreyfitruflanir á www.heili.is