Líkamsmæling – Heilsuklasinn

Líkamsmæling

Líkamsmæling

Rétt hvatning spilar stórt hlutverk í að viðhalda æskilegri heilsuhegðun. Fyrir þá sem vilja sjá tölur sem sýna skýrt hvað er að gerast í líkamanum yfir tímabil er regluleg eftirfylgni lykilatriði. Þessar tölur færðu í Líkamsmælingu hjá Heilsuklasanum, þar sem farið er á líkamsgreiningartæki sem gefur niðurstöður um:

  • Þyngd
  • Fituprósentu
  • Fitumassa
  • Vöðvamassa
  • Vökvahlutfall líkamans
  • Grunn brennslu
  • Innri kviðfitu
  • Dreifngu vöðvamassa
  • Dreifingu fitumassa

Farið er yfir hvað tölurnar þýða, hvað æskilegt væri að vinna í og hver næstu skref ættu að vera. Um er að ræða 20 mínútna tíma hjá íþróttafræðingi þar sem farið er yfir þau markmið sem þú hefur um heilsu, líðan, þyngd eða annað og hvaða leiðir við mælum með til að komast nær þeim markmiðum.

Fyrir tímann

Líkamsgreiningartækið mælir rafleiðni líkamans, þar sem rafleiðni er mis mikil í vöðvum (vatnsríkir vefir) og fituvef (vatssnauðir vefir). Til að lágmarka skekkjur er mælt gegn því að borða og drekka síðasta klukkutímann fyrir mælingu. Hafa ber í huga að ýmis atriði eins og tími dags, síðasta máltíð, koffein, tíðahringur kvenna o.fl. hefur áhrif á niðurstöður mælinga. Því skiptir máli fyrir þá sem vilja koma reglulega í mælingu (t.d. á 1-3 mánaða fresti) að hafa aðstæður eins líkar og kostur er á.

Annað

Verð fyrir Líkamsmælingu eru 6.000 kr, en iðkendur Heilsuklasans fá 20% afslátt.

Hægt er að bóka Líkamsmælingu í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.