Samstarfsaðilar – Heilsuklasinn

Samstarfsaðilar

Líkamsrækt Heilsuklasans starfar náið með ýmsum samstarfsaðilum. Allir eiga þeir það sameiginlegt að nýta sér faglega þekkingu til að efla heilsu og líðan skjólstæðinga sinna.

Stígandi sjúkraþjálfun veitir sína þjónustu í Heilsuklasanum. Stígandi hefur á annan tug meðferðarrýma til sjúkraþjálfunar, auk þess að bjóða bæði upp á sérhæfð námskeið í hóptímasölum og að sinna æfingameðferðum í tækjasal Heilsuklasans.

Sálfræðiþjónustan Styðjandi starfar í húsakynnum Heilsuklasans. Til viðbótar við að sinna hefðbundinni sálfræðiþjónustu eru sálfræðingar Styðjanda með sérhæfð fræðslunámskeið.

Háls- og bakskóli Hörpu er með hluta starfsemi sinnar í líkamsrækt Heilsuklasans. Þar er um að ræða hóptíma undir leiðsögn sjúkraþjálfara, sem hentar þeim sem eru með verki í hálsi og/eða baki.

Kojak Barpas sinnir allri sinni þjálfun í Heilsuklasanum. Fyrst og fremst er hann með þjálfun á smærri hópum sem vilja mikið púl.

Ekki gefast upp er líkamsrækt fyrir ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan, svo sem þunglyndi, kvíða og félagsfælni. Markmið námskeiða þeirra er að auðvelda unglingum að taka skrefið og stunda líkamsrækt sem heilsubót.

Guðmundur Eggert er ÍAK einkaþjálfari og ÍAK styrktarþjálfari. Hans áhugi og reynsla liggur að mestu í þjálfun ungmenna, en hann er einmitt einn af þjálfurum Ekkigefastupp.

Kristín Gunnarsdóttir hjálpar íþróttafólki að hámarka árangur í sinni íþrótt með bæði líkamlegri og andlegri þjálfun, auk forvarnarvinnu gegn meiðslum og útrýma meiðslum sem íþróttamenn kunna að hafa fyrir. Hægt er að hafa samband við Kristínu í gegnum netfangið kristingunnarsdottir@live.com.